miðvikudagur, 5. febrúar 2014

Notkun á ummælakerfi (til að gera tilboð)

Notkun á ummælakerfi (til að gera tilboð)

Til að nota ummælakerfið þarf að velja "umæli sem  NAFNLAUS" í fellilistanum ef menn hafa ekki t.d. Goggle ID. Þið þurfið að kvitta undir með ykkar nafni og símanúmeri þannig að hægt sé að staðfesta tilboð.
En við viljum árétta það að þetta ekki hugsað sem samskiptavefur heldur aðeins til að bjóða í treyjuna. Við áskiljum okkur rétt til að fjarlæga allar athugasemdir sem eiga ekki erindi á þessa síðu. (auðvitað má skora á menn og fyrirtæki að bjóða:)


Sameiginlegt uppboð 6. fl Fjarðarbyggðar og Hattar

Fjáröflun vegna Shellmóts 2014

6. flokkur Hattar og Fjarðarbyggðar eru að fara á Shellmót í Vestmannaeyjum. Við höfum ákveðið að standa af semeiginlegri fjáröflun.
Við höfum fengið áritaða treyju frá Íþróttamanni ársins 2013, fótboltakappanum Gylfa Sigurðssyni. Treyjuna fengum við eftir leik Tottenham og Norwich City sem Tottenham vann 2-0 og okkar maður skoraði bæði mörkin

Viljum við gefa fyrirtækjum og einstaklingum á Austurlandi möguleika á að bjóða í þessa treyju og mun ágóðinn skiptast jafnt á milli ferðasjóðs flokkanna.
Í fyrra var boðin upp treyja frá Gylfa sem Tannlæknastofa Austurlands keypti. Teyjuna fá menn innrammaða með áletrun með þökk fyrir veittan stuðning.

Til að setja inn tilboð skráið þið það hér fyrir neðan þessa færslu í ummælakerifð undir "ummæli".
(sjá leiðbeiningar hér að ofan)

Uppboðið mun hefjast 8. febrúar kl: 12:00.
 Lámarksboð er 100.000 kr.
Ákveðið hefur verið að lengja tímann á uppboðinu og stendur það til 7. mars.

Með von um góðar viðtökur, 
strákanir í 6. flokki Fjarðarbyggðar og Hattar




Gylfi Sigurðsson
Tannlæknastofa Austurlands