6. flokkur Hattar og Fjarðarbyggðar eru að fara á Shellmót í Vestmannaeyjum. Við höfum ákveðið að standa af semeiginlegri fjáröflun.
Við höfum fengið áritaða treyju frá Íþróttamanni ársins 2013, fótboltakappanum Gylfa Sigurðssyni. Treyjuna fengum við eftir leik Tottenham og Norwich City sem Tottenham vann 2-0 og okkar maður skoraði bæði mörkin
Viljum við gefa fyrirtækjum og einstaklingum á Austurlandi möguleika á að bjóða í þessa treyju og mun ágóðinn skiptast jafnt á milli ferðasjóðs flokkanna.
Í fyrra var boðin upp treyja frá Gylfa sem Tannlæknastofa Austurlands keypti. Teyjuna fá menn innrammaða með áletrun með þökk fyrir veittan stuðning.
Til að setja inn tilboð skráið þið það hér fyrir neðan þessa færslu í ummælakerifð undir "ummæli".
(sjá leiðbeiningar hér að ofan)
Uppboðið mun hefjast 8. febrúar kl: 12:00.
Lámarksboð er 100.000 kr.
Ákveðið hefur verið að lengja tímann á uppboðinu og stendur það til 7. mars.
Með von um góðar viðtökur,
strákanir í 6. flokki Fjarðarbyggðar og Hattar
Gylfi Sigurðsson |
Tannlæknastofa Austurlands |
Þessi ummæli hafa verið fjarlægð af höfundi.
SvaraEyðaUppoðið mun byrja að hádegi 8. febrúar og standa í 3 vikur.
SvaraEyðaLágmarksboð er 100.000 krónur.
Uppboðið byrjar rólega, menn eru greinilega að velta taktíkinni fyrir sér:)
SvaraEyðaVHE býður 100.000 kr í treyjuna.
SvaraEyðakv
Guðgeir
Fyrsta tilboð komið inn og búið að staðfesta það. Við þökkum VHE kærlega fyrir sýndann áhuga. Eins of fram hefur komið mun allur ágóðinn skiptast jafn milli ferðasjóðs Fjarðarbyggðar og Hatar vegna Shellmóts 6. flokkar.
SvaraEyðaEnnþá eru VHE með treyjuna, töluvert að aðilum er að fylgjast með síðunni en 241 innlit eru á henni. Þannig að það má fastlega reikna með fleirri tilboðum í þessa glæsilegu eign. Innrammaða, treyja frá einum besta fótboltamanni Íslands frá ári þar sem íslenska landsliðið náði sögulegum árangri. Gylfi lék lykilhlutvek þegar liðið komst í umspil um að komast á stórmót og leikmaðurinn var valinn Íþróttamaður ársins. Þetta er eign sem bara á eftir að hækka í verði.
SvaraEyðaSvona innrömmuð treyja væri t.d. glæsileg upp á vegg fram í verslun hjá Nettó, Bónus eða Krónunni. Allir krakkar sem færu að versla með foreldrum myndu vilja fara í búðina sem væri með "treyjuna" hans Gylfa á veggnum.
SvaraEyðaÞað hefur verið ákveðið að lengja aðeins í uppboðstímanum og verður það framlengt til 7. mars. Þetta er gert í góðum samskiptum við VHE sem á best tilboðið hingað til.
SvaraEyðaKveðja, 6. flokkur Hattar og Fjarðabyggðar.
Uppboðinu er lokið. VHE bauð 100.000 krónur í treyjuna og munu 6. flokkur Fjarðarbyggðar og Hattar njóta þess og peningurinn renna í ferðasjóðs liðanna.
SvaraEyðaVið þökkum VHE kærlega fyrir stuðninginn.
Strákanir í 6. flokki